Hoppa yfir valmynd
7. maí 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýtt netöryggisráð skipað

Nýtt netöryggisráð skipað - myndUnsplash / Freestocks

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað nýtt netöryggisráð. Ráðið er skipað sjö einstaklingum frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2027. Þetta er í fyrsta sinn sem skipað er í netöryggisráð á grunni reglugerðar um netöryggisráð sem ráðherra undirritaði í desember síðastliðnum. 

Hlutverk netöryggisráðs er að fylgja eftir framkvæmd stefnu stjórnvalda á sviði net- og upplýsingaöryggis. Ráðið leggur mat á stöðu netöryggis á Íslandi á hverjum tíma og er vettvangur upplýsingamiðlunar og samhæfingar. 

Netöryggisráð er nú þannig skipað:

Birgir Rafn Þráinsson - formaður (háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti)

  • Varamaður: Elín Sif Kjartansdóttir (háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti)

Kristín Jónsdóttir - varaformaður (dómsmálaráðuneyti)

  • Varamaður: Rósa Dögg Flosadóttir (dómsmálaráðuneyti)

Brynja Huld Óskarsdóttir (utanríkisráðuneyti)

  • Varamaður: Ragnar Ingibergsson (utanríkisráðuneyti)

Ólafur Ingþórsson (fjármála- og efnahagsráðuneyti)

  • Varamaður: Birna Íris Jónsdóttir (fjármála- og efnahagsráðuneyti)

Þórunn J. Hafstein (forsætisráðuneyti)

  • Varamaður: Sigurður Örn Guðleifsson (forsætisráðuneyti)

Hrafnkell V. Gíslason (Fjarskiptastofa)

  • Varamaður: Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir (Fjarskiptastofa)

Guðmundur Arnar Sigmundsson (netöryggissveit Fjarskiptastofu (CERT-IS))

  • Varamaður: Magni R. Sigurðsson (netöryggissveit Fjarskiptastofu (CERT-IS))

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum